Daninn Christian Eriksen hafði komið gestunum í Manchester United í forystu strax á 14. mínútu leiksins og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.
Það var svo United maðurinn fyrrverandi, Daniel James, sem jafnaði metin fyrir Fulham á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Tom Cairney.
Hinn 18 ára Alejandro Garnacho reyndist hins vegar hetja gestanna þegar hann kom boltanum í netið á annarri mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Eriksen og niðurstaðan því 1-2 sigur United.
Manchester United situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 14 leiki, sjö stigum meira en Fulham sem situr í níunda sæti.