Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:01 George Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kvöld. Peter J Fox/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur á ferlinum er hann kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom annar í mark. Var þetta fyrsti sigur Mercedes-liðsins á tímabilinu. Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira