Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Zahra Hussaini skrifar 14. nóvember 2022 17:30 Sæl Katrín Jakobsdóttir, Ég heiti Zahra Hussaini og er 33 ára kona frá Afganistan. Ég hef búið á fjölmörgum stöðum, til að mynda í Íran, Afganistan, Pakistan, Tadjikistan, Þýskalandi og á Íslandi. Ef þú spyrð mig hvað ég hafi verið að gera í þessum löndum eða hvernig ég ferðaðist til þeirra, get ég sagt þér að ástæðan var hvorki frí né skemmtiferð. Ástæðurnar fyrir því að ég og fjölskylda mín þurftum að flytja til þessara landa voru margar; ótti, stríð, kerfisbundin mismunun, óréttlæti, vonleysi, möguleiki á betri menntun og einhverri atvinnu, möguleiki á stöðugleika í lífinu. Ég var ekki einungis innflytjandi og flóttamaður í öðrum löndum, heldur einnig í mínu eigin landi þar sem við þurftum að flýja frá einum stað á annan innan Afganistans. Ég man ekki eftir neinum af vinum mínum úr barnæsku og er ekki í neinu sambandi við þau vegna stöðugra flutninga. Í hvert sinn sem ég byrjaði að mynda vináttusambönd, neyddumst við til að flytja enn á ný. Ég missti af mörgum dýrmætum stundum og fólki í lífi mínu vegna þessa. Þrátt fyrir alla erfiðleikana hélt ég áfram í öll þessi ár að berjast og læra nýja hluti, byggja upp ný sambönd og nýtt líf. Hvert sem ég fór lærði ég tungmálið og kynnti mér menninguna. Þegar fólk gefur mér eitthvað, gef ég alltaf eitthvað til baka líka. Í þarsíðustu viku, þegar ég las fréttirnar um fólkið sem var brottvísað frá Íslandi til Grikklands, varð ég fyrir áfalli. Ég endurupplifði allar þær erfiðu stundir sem ég og fjölskylda mín höfum þurft að ganga í gegnum. Það er jafnhættulegt að vera flóttamaður í landi þar sem þú hefur engin réttindi, ekkert öryggi og engan aðgang að menntun eða heilbrigðisþjónustu, og að vera í sínu eigin landi þar sem er stríð. Munurinn er sá að í stríði deyrðu snögglega, en í aðstæðum þar sem þú nýtur engra réttinda og lifir við stöðuga óvissu mætirðu löngum og kvalafullum dauða. Ég hef misst mikið af nánum fjölskyldumeðlimum í stríði. Ég hef horft upp á frændsystkini og föður- og móðurbræður vera myrt af Talibönum vegna þess eins að við tilheyrum etnískum og trúarlegum minnihlutahóp í Afghanistan og vegna þess að við tölum annað tungumál. Þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í Íran gat faðir minn ekki fengið atvinnuleyfi. Hann vann þó á byggingarsvæðum í sífelldum ótta við að lögreglan myndi birtast á hverri stundu og brottvísa honum til Afganistan án þess að láta fjölskylduna vita. Skólaganga mín og systkina minna í Íran var slitrótt af því að í hvert sinn sem pólitískt ástand á milli Afganistan og Íran breyttist, hafði það áhrif á hvort írönsk stjórnvöld leyfðu okkur að fara í skólann eða ekki. Mamma mín fæddi dóttur á spítala í Íran, hún gaf henni af brjósti einu sinni, en daginn eftir sögðu læknarnir henni að barnið hefði dáið. Foreldrar mínir fengu aldrei að sjá líkið. Þau gátu ekkert gert til að leita réttar síns, einungis vegna þess að þau voru flóttafólk og höfðu engin lagaleg réttindi. Hvers vegna er ég að segja þér þetta allt saman? Vegna þess að sama ástand blasir við flóttafólki í Grikklandi. Ég er ekki að biðja þig um að hjálpa öllu flóttafólki í Grikklandi, heldur bið ég þig um að hjálpa flóttafólki sem hefur nú þegar tekið áhættuna að komast alla leið til Íslands. Ég samgleðst þér og Íslendingum – þið hafið aldrei þurft að upplifa stríð og óttann við að missa einhvern nákominn í stríðsátökum. En verandi manneskjur þekkjum við öll hvernig það er að ganga í gegnum streituvaldandi tímabil, eins og til dæmis að byrja í grunnskóla. Krakkarnir eru nýir, umhverfið er ókunnugt, þú þekkir hvorki reglurnar né hlutverkin. Það tekur tíma til að kynnast öllum og öllu. Ef við erum heppin höfum við fólk í kringum okkur sem að styður okkur og hvetur okkur áfram, líkt og foreldra, kennarar og vinir, svo að við getum eflst, þroskast og lært nýja hluti. Flóttafólk er eins og þessi börn, þau þekkja engan og ekkert í nýju umhverfi, en í ofan álag eru engir vinir, foreldrar eða kennarar til að hjálpa þeim og leiðbeina, heldur einungis fullt af hindrunum. Gerðu það Katrín, hjálpum því flóttafólki sem kemur til landsins að finna fyrir stöðugleika, vináttu og öryggi á meðan þau fóta sig í nýju umhverfi og hættum að brottvísa fólki til Grikklands. Í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum eftir brottvísanirnar hræðilegu, hélt ég ræðu í gjallarhorn þegar þú áttir að tala á málþingi um raddir og tungumál etnískra minnihlutahópa. Þú móðgaðist og sagðist aldrei biðja um leyfi til að tala, hvorki nú né nokkurn tíman, og hlaust lófaklapp fyrir frá salnum. Um leið hugsaði ég: auðvitað þarftu ekki að biðja um leyfi að tala þú ert forsætisráðherra, þér er boðið út um allt. Ég þarf hinsvegar að berjast fyrir því í hvert einasta sinn að fá að tala, að rödd mín fái að heyrast, hvort sem það er á Íslandi, í Afganistan eða á málþingi um hópa sem ég tilheyri sjálf. Það er bein afleiðing þess að tilheyra minnihlutahópi. Ég vona að þetta bréf nái til þín Katrín Jakobsdóttir, en einnig til allra hinna sem fara með pólitísk völd á Íslandi. Síðast en ekki síst vona ég að þetta nái til almennings á Íslandi. Höfundur er starfsmaður á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sæl Katrín Jakobsdóttir, Ég heiti Zahra Hussaini og er 33 ára kona frá Afganistan. Ég hef búið á fjölmörgum stöðum, til að mynda í Íran, Afganistan, Pakistan, Tadjikistan, Þýskalandi og á Íslandi. Ef þú spyrð mig hvað ég hafi verið að gera í þessum löndum eða hvernig ég ferðaðist til þeirra, get ég sagt þér að ástæðan var hvorki frí né skemmtiferð. Ástæðurnar fyrir því að ég og fjölskylda mín þurftum að flytja til þessara landa voru margar; ótti, stríð, kerfisbundin mismunun, óréttlæti, vonleysi, möguleiki á betri menntun og einhverri atvinnu, möguleiki á stöðugleika í lífinu. Ég var ekki einungis innflytjandi og flóttamaður í öðrum löndum, heldur einnig í mínu eigin landi þar sem við þurftum að flýja frá einum stað á annan innan Afganistans. Ég man ekki eftir neinum af vinum mínum úr barnæsku og er ekki í neinu sambandi við þau vegna stöðugra flutninga. Í hvert sinn sem ég byrjaði að mynda vináttusambönd, neyddumst við til að flytja enn á ný. Ég missti af mörgum dýrmætum stundum og fólki í lífi mínu vegna þessa. Þrátt fyrir alla erfiðleikana hélt ég áfram í öll þessi ár að berjast og læra nýja hluti, byggja upp ný sambönd og nýtt líf. Hvert sem ég fór lærði ég tungmálið og kynnti mér menninguna. Þegar fólk gefur mér eitthvað, gef ég alltaf eitthvað til baka líka. Í þarsíðustu viku, þegar ég las fréttirnar um fólkið sem var brottvísað frá Íslandi til Grikklands, varð ég fyrir áfalli. Ég endurupplifði allar þær erfiðu stundir sem ég og fjölskylda mín höfum þurft að ganga í gegnum. Það er jafnhættulegt að vera flóttamaður í landi þar sem þú hefur engin réttindi, ekkert öryggi og engan aðgang að menntun eða heilbrigðisþjónustu, og að vera í sínu eigin landi þar sem er stríð. Munurinn er sá að í stríði deyrðu snögglega, en í aðstæðum þar sem þú nýtur engra réttinda og lifir við stöðuga óvissu mætirðu löngum og kvalafullum dauða. Ég hef misst mikið af nánum fjölskyldumeðlimum í stríði. Ég hef horft upp á frændsystkini og föður- og móðurbræður vera myrt af Talibönum vegna þess eins að við tilheyrum etnískum og trúarlegum minnihlutahóp í Afghanistan og vegna þess að við tölum annað tungumál. Þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í Íran gat faðir minn ekki fengið atvinnuleyfi. Hann vann þó á byggingarsvæðum í sífelldum ótta við að lögreglan myndi birtast á hverri stundu og brottvísa honum til Afganistan án þess að láta fjölskylduna vita. Skólaganga mín og systkina minna í Íran var slitrótt af því að í hvert sinn sem pólitískt ástand á milli Afganistan og Íran breyttist, hafði það áhrif á hvort írönsk stjórnvöld leyfðu okkur að fara í skólann eða ekki. Mamma mín fæddi dóttur á spítala í Íran, hún gaf henni af brjósti einu sinni, en daginn eftir sögðu læknarnir henni að barnið hefði dáið. Foreldrar mínir fengu aldrei að sjá líkið. Þau gátu ekkert gert til að leita réttar síns, einungis vegna þess að þau voru flóttafólk og höfðu engin lagaleg réttindi. Hvers vegna er ég að segja þér þetta allt saman? Vegna þess að sama ástand blasir við flóttafólki í Grikklandi. Ég er ekki að biðja þig um að hjálpa öllu flóttafólki í Grikklandi, heldur bið ég þig um að hjálpa flóttafólki sem hefur nú þegar tekið áhættuna að komast alla leið til Íslands. Ég samgleðst þér og Íslendingum – þið hafið aldrei þurft að upplifa stríð og óttann við að missa einhvern nákominn í stríðsátökum. En verandi manneskjur þekkjum við öll hvernig það er að ganga í gegnum streituvaldandi tímabil, eins og til dæmis að byrja í grunnskóla. Krakkarnir eru nýir, umhverfið er ókunnugt, þú þekkir hvorki reglurnar né hlutverkin. Það tekur tíma til að kynnast öllum og öllu. Ef við erum heppin höfum við fólk í kringum okkur sem að styður okkur og hvetur okkur áfram, líkt og foreldra, kennarar og vinir, svo að við getum eflst, þroskast og lært nýja hluti. Flóttafólk er eins og þessi börn, þau þekkja engan og ekkert í nýju umhverfi, en í ofan álag eru engir vinir, foreldrar eða kennarar til að hjálpa þeim og leiðbeina, heldur einungis fullt af hindrunum. Gerðu það Katrín, hjálpum því flóttafólki sem kemur til landsins að finna fyrir stöðugleika, vináttu og öryggi á meðan þau fóta sig í nýju umhverfi og hættum að brottvísa fólki til Grikklands. Í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum eftir brottvísanirnar hræðilegu, hélt ég ræðu í gjallarhorn þegar þú áttir að tala á málþingi um raddir og tungumál etnískra minnihlutahópa. Þú móðgaðist og sagðist aldrei biðja um leyfi til að tala, hvorki nú né nokkurn tíman, og hlaust lófaklapp fyrir frá salnum. Um leið hugsaði ég: auðvitað þarftu ekki að biðja um leyfi að tala þú ert forsætisráðherra, þér er boðið út um allt. Ég þarf hinsvegar að berjast fyrir því í hvert einasta sinn að fá að tala, að rödd mín fái að heyrast, hvort sem það er á Íslandi, í Afganistan eða á málþingi um hópa sem ég tilheyri sjálf. Það er bein afleiðing þess að tilheyra minnihlutahópi. Ég vona að þetta bréf nái til þín Katrín Jakobsdóttir, en einnig til allra hinna sem fara með pólitísk völd á Íslandi. Síðast en ekki síst vona ég að þetta nái til almennings á Íslandi. Höfundur er starfsmaður á leikskóla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun