Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:20 Rússneskur og úkraínskur skriðdreki í Donetsk í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta. Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta.
Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29