Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:01 Faðirinn hélt áfram að kalla til Brynjars Karls á leið sinni aftur að áhorfendapöllunum. Á meðan biðu leikmenn liðanna. Skjáskot/Vimeo-síða Þórs Þorlákshafnar Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember. Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik sameinaðs liðs Aþenu og Leiknis við sameinað lið Hamars og Þórs, í Þorlákshöfn fyrr í þessum mánuði. Á myndbandi frá leiknum má heyra glöggt þegar faðirinn lætur Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Aþenu/Leiknis, heyra það. „Nú skaltu hætta þessu bulli hérna. Hvað er að þér þarna klikkhaus? Stelpan er grátandi hérna út af þér,“ segir faðirinn meðal annars. Brynjar hafði skipt dóttur mannsins af velli snemma leiks og varið drjúgum tíma í að ræða við og skamma leikmanninn, sem kominn er á þrítugsaldur. Ljóst er að faðirinn fékk að lokum nóg, gerði sér ferð af áhorfendapöllunum og yfir að hliðarlínunni á hinum enda vallarins, þar sem Brynjar, dóttirin og aðrir varamenn voru. Leikurinn var sýndur á Vimeo-síðu Þórs Þorlákshafnar og hér að neðan má sjá brot þaðan úr leiknum þegar faðirinn og Brynjar deila, áður en að dómari skerst í leikinn og sér til þess að faðirinn snúi aftur í sæti sitt. Textun myndbandsins er Vísis. Klippa: Faðir hellti sér yfir þjálfara í Þorlákshöfn „Þú skalt passa þig“ Eftir að dómarinn hafði blandað sér í málið hélt faðirinn áfram og talaði til dómarans: „Heyrðu, það verður að hafa stjórn á honum hérna. Hann er að ráðast hérna á hana,“ áður en leikmaðurinn bað pabba sinn um að hætta. Áður en faðirinn gekk aftur til síns sætis kallaði hann ítrekað til Brynjars: „Þú skalt passa þig.“ Vísir leitaði viðbragða Brynjars við málinu en hann kvaðst ekkert vilja tjá sig og furðaði sig á því að blaðamaður teldi að um fréttaefni væri að ræða. Hvorki náðist í föður leikmannsins né leikmanninn sjálfan. Brynjar er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins en þjálfunaraðferðir hans vöktu mikla athygli eftir útkomu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, þar sem hann og stúlknalið sem hann þjálfaði voru í sviðsljósinu. Voru aðferðir hans sérstaklega gagnrýndar þar sem að þá var hann að þjálfa börn. Þjálfunaraðferðir Brynjars vöktu fyrst athygli eftir að hann hafði þjálfað stelpur í Stjörnunni en í yfirlýsingu eftir brotthvarf hans bað félagið iðkendur og foreldra innilega afsökunar á framferði þjálfarans. Hann fór þaðan til ÍR og stýrði liðinu sem er í aðalhlutverki í Hækkum rána, en hætti þar vorið 2019 og gerðist svo yfirþjálfari nýstofnaðs liðs Aþenu þar sem Brynjar stýrir nú meistaraflokksliði, sem sameinaðist Leikni í sumar og leikur í næstefstu deild eins og fyrr segir. Aganefnd KKÍ virðist ekki hafa borist málið í Þorlákshöfn til neinnar úrlausnar en í síðustu viku ákvað hún að áminna Aþenu/Leikni vegna háttsemi stuðningsmanna í fyrsta heimaleik liðsins eftir ferðina til Þorlákshafnar, þegar liðið mætti Ármanni 5. nóvember.
Körfubolti Þór Þorlákshöfn Leiknir Reykjavík Ölfus Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira