60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 23:31 Sjúkrahúsið Vogur. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi. Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi.
Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46