Samlegðaráhrif af COP27 Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar)
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun