Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands Rut Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:30 Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar