Verður nautaat bannað í Frakklandi? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2022 16:00 Nautaat í Le Born í suðvestur-Frakklandi. Vacheron A/Getty Images Franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað. Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu. Frakkland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu.
Frakkland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira