Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2022 00:29 Birgitta Líf Björnsdóttir er einn eigenda Bankastræti Club. @birgittalif Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira