5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. nóvember 2022 09:01 Kynnarnir Simmi og Jói slógu í gegn í fyrstu fjórum þáttaröðunum af Idol. Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. Það er ekki hægt að hugsa um Idol Stjörnuleit án þess að verða hugsað til tvíeykisins Simma og Jóa. Þeir Simmi og Jói voru kynnar fyrstu fjögurra þáttaraðanna af Idol. „Við settum vissulega ákveðinn svip á þetta Idol og hlutverk okkar varð aðeins stærra en gengur og gerist hjá öðrum kynnum,“ sagði Simmi þegar Reykjavík síðdegis tók púlsinn á þeim félögum nú í vikunni. Voru notaðir sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir Þegar Idol hóf göngu sína hér á landi árið 2003, var horft til uppsetningu Breta á keppninni, þar sem kynnarnir voru tveir. Þeir Simmi og Jói þóttu standa sig svo vel að framleiðslufyrirtækið sem á réttinn að Idol notaði þá sem dæmi fyrir aðrar smærri þjóðir um hvernig ætti að gera þetta. „Mér fannst það mikil viðurkenning fyrst við fengum aldrei Edduna,“ segir Simmi. Þeim Simma og Jóa voru gefnar nokkuð frjálsar hendur þegar kom að skemmtiatriðum og öðrum uppákomum þeirra í þáttunum. Hér að neðan má sjá nokkur af þeirra bestu augnablikum. Klippa: Bestu augnablik Simma og Jóa Tilkynntu vitlausan keppanda Simmi og Jói hafa ólík svör við því hvert sé eftirminnilegasta augnablikið úr þáttunum. „Það sem kannski poppar oftast upp eru þessi skipti sem okkur tókst að tilkynna vitlausan keppanda. Það er eiginlega ekki annað hægt en að muna eftir því, því það var svolítið vont,“ segir Jói. „Það sem er eftirminnilegast fyrir mér eru í rauninni þessar beinu útsendingar í Smáralindinni. Fyrir mér var það alltaf alveg rosalega mikil keppni. Þú ert í beinni útsendingu og það er ekkert mikið svigrúm fyrir mistök,“ segir Simmi. Hlakka til að poppa Aðspurðir hvort þeir finni ekki fyrir söknuði nú þegar Idol er að fara af stað aftur segja þeir gömlu keppnirnar vera barn síns tíma. Nú hlakki þeir til að sjá nýja einstaklinga spreyta sig í kynnahlutverkunum „Maður hugsar meira með hlýhug til baka frekar en að það sé beinn þorsti í það að byrja aftur. Ég hlakka bara til að poppa,“ segir Jói. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Simma og Jóa í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Það er ekki hægt að hugsa um Idol Stjörnuleit án þess að verða hugsað til tvíeykisins Simma og Jóa. Þeir Simmi og Jói voru kynnar fyrstu fjögurra þáttaraðanna af Idol. „Við settum vissulega ákveðinn svip á þetta Idol og hlutverk okkar varð aðeins stærra en gengur og gerist hjá öðrum kynnum,“ sagði Simmi þegar Reykjavík síðdegis tók púlsinn á þeim félögum nú í vikunni. Voru notaðir sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir Þegar Idol hóf göngu sína hér á landi árið 2003, var horft til uppsetningu Breta á keppninni, þar sem kynnarnir voru tveir. Þeir Simmi og Jói þóttu standa sig svo vel að framleiðslufyrirtækið sem á réttinn að Idol notaði þá sem dæmi fyrir aðrar smærri þjóðir um hvernig ætti að gera þetta. „Mér fannst það mikil viðurkenning fyrst við fengum aldrei Edduna,“ segir Simmi. Þeim Simma og Jóa voru gefnar nokkuð frjálsar hendur þegar kom að skemmtiatriðum og öðrum uppákomum þeirra í þáttunum. Hér að neðan má sjá nokkur af þeirra bestu augnablikum. Klippa: Bestu augnablik Simma og Jóa Tilkynntu vitlausan keppanda Simmi og Jói hafa ólík svör við því hvert sé eftirminnilegasta augnablikið úr þáttunum. „Það sem kannski poppar oftast upp eru þessi skipti sem okkur tókst að tilkynna vitlausan keppanda. Það er eiginlega ekki annað hægt en að muna eftir því, því það var svolítið vont,“ segir Jói. „Það sem er eftirminnilegast fyrir mér eru í rauninni þessar beinu útsendingar í Smáralindinni. Fyrir mér var það alltaf alveg rosalega mikil keppni. Þú ert í beinni útsendingu og það er ekkert mikið svigrúm fyrir mistök,“ segir Simmi. Hlakka til að poppa Aðspurðir hvort þeir finni ekki fyrir söknuði nú þegar Idol er að fara af stað aftur segja þeir gömlu keppnirnar vera barn síns tíma. Nú hlakki þeir til að sjá nýja einstaklinga spreyta sig í kynnahlutverkunum „Maður hugsar meira með hlýhug til baka frekar en að það sé beinn þorsti í það að byrja aftur. Ég hlakka bara til að poppa,“ segir Jói. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þá Simma og Jóa í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. 16. nóvember 2022 09:01