Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. nóvember 2022 17:45 Hér má sjá Chris Hemsworth ásamt leikstjóranum og framleiðandanum Darren Aronofsky á Limitless forsýningu í New York. Getty/Theo Wargo Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira