Eru allar tær eins? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Mjög mikilvægt er að hugsa vel um tærnar hjá sér en nemendur hjá Keili læra það meðal annars, sem eru í námi í fótaaðgerðafræði í skólanum. Margir þeirra opna stofu eftir námið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira