Menningin blómstrar á Skagaströnd Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2022 09:30 Eitt elsta hús Skagastrandar, Bjarmanes, sem hefur nú verið breytt í menningar- og samveruhús, en í húsinu hefur meðal annars verið barnaskóli, verslun og lögreglustöð. Aðsend Eitt elsta hús Skagastrandar, Bjarmanesi hefur nú verið breytt í menningar- og samveruhús, en í húsinu hefur meðal annars verið barnaskóli, verslun og lögreglustöð. Það eru vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir, sem búsettar eru á Skagaströnd, sem tóku málið í sínar hendur og stofnuðu menningar- og samveruhús í Bjarmanesi á Hólanesvegi. Ástæðan er sú að þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd. „Þetta er svona óhagnað drifið menningarfélag, sem við vinkonurnar eru með ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Þetta á aðallega að taka utan um þessa þörf fólks að mæta á prjónakvöld, vera í félagsvist, hafa tónleika og listsýningar, bíó fyrir börnin og svona ýmislegt,“ segir G.Eva. Vinkonurnar á Skagaströnd, þær G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir, sem eru að gera frábæra hluti á staðnum með opnun Bjarmanes.Aðsend Vinkonurnar eru miklar félagsverur og menningarlega sinnaðar og hafa tröllatrú á að nýja menningarhúsið þeirra í Bjarmanesi eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum. En hvernig viðbrögð hafa þær fengið í samfélaginu við opnuninni? „Mjög góð og ég held líka bara með tímanum að þá á fólk eftir að sjá hvað þetta er yndislegur staður til að vera á. Við fylltum húsið af gömlum húsgögnum og þetta er svo notaleg stemming og engin kvöð á fólki að borga fyrir eitt né neitt. Það er bara kaffi og te, sem við bjóðum upp á. Borgað er fyrir einstaka viðburði en að öðru leyti á þetta að vera hálfgerð félagsmiðstöð fyrir börn og aðra íbúa,“ bætir G. Eva við. Útsýnið úr Bjarmanesi er einstaklega fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagaströnd Menning Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Það eru vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir, sem búsettar eru á Skagaströnd, sem tóku málið í sínar hendur og stofnuðu menningar- og samveruhús í Bjarmanesi á Hólanesvegi. Ástæðan er sú að þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd. „Þetta er svona óhagnað drifið menningarfélag, sem við vinkonurnar eru með ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Þetta á aðallega að taka utan um þessa þörf fólks að mæta á prjónakvöld, vera í félagsvist, hafa tónleika og listsýningar, bíó fyrir börnin og svona ýmislegt,“ segir G.Eva. Vinkonurnar á Skagaströnd, þær G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir, sem eru að gera frábæra hluti á staðnum með opnun Bjarmanes.Aðsend Vinkonurnar eru miklar félagsverur og menningarlega sinnaðar og hafa tröllatrú á að nýja menningarhúsið þeirra í Bjarmanesi eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum. En hvernig viðbrögð hafa þær fengið í samfélaginu við opnuninni? „Mjög góð og ég held líka bara með tímanum að þá á fólk eftir að sjá hvað þetta er yndislegur staður til að vera á. Við fylltum húsið af gömlum húsgögnum og þetta er svo notaleg stemming og engin kvöð á fólki að borga fyrir eitt né neitt. Það er bara kaffi og te, sem við bjóðum upp á. Borgað er fyrir einstaka viðburði en að öðru leyti á þetta að vera hálfgerð félagsmiðstöð fyrir börn og aðra íbúa,“ bætir G. Eva við. Útsýnið úr Bjarmanesi er einstaklega fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagaströnd Menning Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira