Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað áfram um árásina í Bankastræti Club á dögunum, niðurstöðu COP27 ráðstefnunar í Egyptalandi og verkefnið Römpum upp Reykjavík sem náði merkisáfanga í morgun.

Dæmi eru um að fjölskyldur mann sem tengjast árásinni á Bankastræti Club hafi flúið borgina vegna hótana. Lögregla man ekki til þess að hafa séð átök af þessari stærðargráðu áður og dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. 

Of margar þjóðir hafa ekki gert sér grein fyrir hversu aðkallandi umskipi í orkukerfinu eru, að mati formanns loftslagsráðs.

Þá fjöllum við um erfiðleika Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem bilaði í gær, nýkomin úr slipp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×