Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2022 14:41 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fer fyrir rannsókn á hnífaárás á Bankastræti Club í síðustu viku. vísir/egill Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025: „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Málið er talið tengjast deilum tveggja hópa í tengslum við hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í síðustu viku. Á þriðja tug hafa verið handtekin í tengslum við málið og á annan tug sætir gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club, sagði í samtali við Fréttablaðið að lögregla telji sig vita hvaðan skilaboðin komi. Þá segir Margeir í samtali við Vísi að skilaboðin séu litin alvarlegum augum. Þau séu þess efnis að lögreglan sé með þau í skoðun. Skilaboðin verða metin og síðan komi lögreglan til með að bregðast við með viðeigandi ráðstafanir. Ekki verði upplýst um það hvernig eða hvort einhver viðbrögð verði. Lúkas Geir og John Sebastian vinur hans á Landspítalanum þangað sem þeir voru fluttir eftir hnífaárásina. Þeir lýstu atburðarásinni frá þeirra sjónarhorni í útvarpsþætti Gústa B á FM957. Lúkas Geir Ingvarsson, nítján ára piltur og einn þriggja sem slasaðist í hnífsstunguárásinni, gefur lítið fyrir þessi skilaboð í færslu á Instagram. Hann segir fólki að hætta að senda sér skjáskot. „Þetta er augljóslega kjaftæði. Skil ekki hvernig fólk nennir þessu. Og að fólk myndi virkilega trúa þessu,“ segir Lúkas Geir. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Margeirs Sveinssonar.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11 Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025: „Frá yfirlýsingum til árangurs“ Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Stíga fram og lýsa hnífstunguárásinni: „Svo kemur bara hópur af grímuklæddum mönnum“ Einn af þeim sem varð fyrir stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur segist vera sultuslakur eftir árásina. Annar segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi verið stunginn fyrr en að hann sá hníf standa út úr bakinu. 19. nóvember 2022 11:11
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44