Edda varð sjötug í september á þessu ári. Veislan í gær var haldin á Vinnustofu Kjarval. Ef marka má samfélagsmiðla skemmti afmælisdrottningin sér mjög vel. Selma Björnsdóttir söngkona kom fram og afmælisdrottningin og söng og dansaði ásamt öðrum gestum Var Edda klædd í gyllt frá toppi til táar og auðvitað með gyllta kórónu í stíl.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, eldri dóttir Eddu, birti þessa skemmtilegu mynd frá afmælinu af móður sinni og yngri systur ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Edda sagði frá því í síðustu viku að börnin hafi gefið henni dýrmæta afmælisgjöf. Innrammaða mynd sem birtist á plötuumslagi Gísla Rúnars heitins, Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka.
Ólafía Hrönn og Helga Braga vinkonur Eddu sáu til þess að gestir vöknuðu með harðsperrur í maganum eftir öll hlátrasköllin en þær sáu um að skemmta gestum á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi.
„Fyndnustu konur lífs míns,“ skrifaði leikkonan Kristín Péturs á Instagram.

