Seðlabankinn og eina verkfærið Andri Reyr Haraldsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar