Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 08:33 Æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump hrópaði meðal annars slagorð um að hengja Mike Pence þegar hann réðst á Bandaríkjaþing 6. janúar árið 2021. Trump hafði egnt fólkið gegn varaforseta sínum með því að telja því ranglega trú um að Pence hefði völd til þess að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna. Getty/Saul Loeb Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu. Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37