Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 13:21 Hilmar Smári Henningsson tók vítaskot fyrir Hauka á meðan að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar. Það stangast á við reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira