Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern í kvöld, en Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti að gera sér bekkjarsetu að góðu.
Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.
Geyse kom heimakonum hins vegar í forystu snemma í síðari hálfleik áður en Aitana Bonmati skoraði annað mark liðsins eftir um klukku tíma leik. Það var svo Claudia Pina sem gulltryggði sigur Barcelona með marki á 66. mínútu og lokatölur því 3-0.
Heimakonur í Barcelona sitja nú einar á toppi D-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, en Íslendingalið Bayern situr í öðru sæti með sex stig.