Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Kjartan Kári Halldórsson var markakóngur Lengjudeildarinnar í sumar. FK Haugesund Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans. Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans.
Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn