Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:45 Frá heimili hjónanna í úthverfi Stokkhólms. EPA/Fredrik Sandberg Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu. Svíþjóð Rússland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu.
Svíþjóð Rússland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira