Hinn 62 ára gamli Kevin Davies var í Katar ásamt syni sínum samkvæmt frétt enska götublaðsins Mirror. Aðrir fjölskyldumeðlimir voru heima en þau voru látin vita áður en hann var nefndur í fjölmiðlum.
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, lést Davies af náttúrulegum orsökum á föstudagskvöld en hann var ekki á Ahmad Ali-vellinum þar sem Wales mátti þola 2-0 tap gegn Íran.
Unfortunately we have lost one of the Red wall yesterday in Qatar, our sincere condolences go out to his son here in Doha and his family back in Wales..May he rest in peace. pic.twitter.com/KCPRdj8kBj
— Fan Embassy Wales (@WeAreFSACymru) November 26, 2022
Velska knattspyrnusambandið hefur vottað fjölskyldunni samúð sína og mun veita henni þá aðstoð sem hún þarf.
Wales er með eitt stig að loknum tveimur leikjum í riðlakeppni HM og þarf sigur gegn Englandi í lokaumferð riðlakeppninnar til að eiga möguleika á að komast áfram.