Hættir eftir skrautlegan vetur og röð mistaka Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 13:00 Mattia Binotto hefur sagt upp sem yfirmaður Scuderia Ferrari í Formúlu 1 eftir þrjú ár í starfi. Bryn Lennon/Getty Images Mattia Binotto hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Ferrari átti strembið tímabil sem endaði sérstaklega illa. Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes. Akstursíþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ferrari hóf tímabilið af krafti og virtist ætla að enda langa bið eftir titli. Ekki vannst hins vegar einn sigur í síðustu ellefu kappökstrum leiktíðarinnar þar sem Max Verstappen vann titil ökuþóra annað árið í röð og lið hans Red Bull vann keppni bílasmiða. Það var ekki aðeins skortur á hraða sem háði Ferrari-liðinu á leiktíðinni þar sem ítrekuð mistök við áætlanagerð og strategíu kom þeim um koll. Binotto og hans menn sættu töluverðri gagnrýni fyrir slæma ákvarðanatöku og nú hefur það kostað hann starfið. Ferrari announcement: https://t.co/31MIsehPq9— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) November 29, 2022 Ferrari tilkynnti um afsögn Binotto í dag en hann hefur verið yfir liðinu frá 2019. Ökuþórar liðsins eru Mónakóbúinn Charles Leclerc og Spánverjinn Carlos Sainz. Leclerc náði naumlega öðru sæti í keppni ökuþóra í vetur með því að koma annar í mark í síðasta kappakstri tímabilsins í Abú Dabí. Hann endaði með 308 stig, tæplega 150 stigum á eftir meistara Verstappen, en aðeins þremur stigum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga Verstappens sem varð þriðji, með 305 s tig. Sainz hafnaði í fimmta sæti með 246 stig, á eftir George Russell á Mercedes.
Akstursíþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira