Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 18:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um stöðu kjarasamningsviðræðna nú þegar innan við tveir sólarhringar eru eftir af nóvembermánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sömuleiðis sagt í dag að hann telji ólíklegt að gengið verði frá samningum fyrir fimmtudag. Sólveig Anna segist vilja vera bjartsýn um að skrifað verði undir samninga við Eflingu hratt örugglega en hún vilji einnig vera raunsæ. Samninganefnd verkalýðsfélagsins fer fram á 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning til rúms eins árs. „Þetta tilboð er sett fram sem viðbragð við málflutningi Samtaka atvinnulífsins á samningafundi sem við sátum í gær, þar sem fram kom með skýrum hætti að raunverulega það eina sem kæmi í veg fyrir það að hægt væri að ganga að kröfugerð okkar væri tímalengdin sem við fórum fram á. Við vildum gera þriggja ára langan samning,“ sagði Sólveig Anna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Eftir það hafi samninganefnd Eflingar komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki grundvallaratriði að gera langan samning heldur frekar að fá góðan samning „án þess að þurfa að eyða endalausum tíma í að vera í átökum um eitthvað sem að öllum líkindum við myndum ekki ná í gegn.“ Sólveig Anna segir þetta hófstilltan samning sem byggi á nálgun Lífskjarasamningsins sem hafi verið góður samningur fyrir verka- og láglaunafólk auk atvinnurekenda. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur í heild sinni í spilaranum. Vill að horft verði til krónutöluhækkunarinnar Að sögn formanns Eflingar er farið fram á krónutöluhækkanir í samningnum sem Efling bauð Samtökum atvinnulífsins til að koma í veg fyrir margrómað höfrungahlaup. Til samanburðar kæmu prósentuhækkanir til með að ýta undir misskiptingu þegar launahærri stéttir færu fram á hlutfallslegu sömu hækkun og félagsfólk Eflingar. „Prósentuhækkanir virka þannig að þau sem fá lægstu launin fá minnst og þau sem fá hæstu launin fá mest. Það auðvitað eykur á stéttaskiptingu og misskiptingu.“ Þessi í stað vonast Sólveig Anna til þess að náist samningar verði miðað við þessa 56.700 krónutöluhækkun þegar önnur stéttarfélög snúi sér að samningaborðinu. „Með þessu erum við að auka kaupmátt verka- og láglaunafólks, við erum að verja kaupmátt millitekjuhópanna sem er auðvitað líka það sem á að vera sameiginlegt markmið okkar í því ástandi sem nú ríkir. Þannig að ég og samninganefndin höfum skoðað mjög vel þau gögn sem liggja fyrir og okkar afdráttarlausa niðurstaða er sú að þetta er hin rétta og skynsama nálgun,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17
Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00