Pulisic skoraði eina mark leiksins þegar Bandaríkin sigruðu Írani í B-riðli í gær. Markið kom sjö mínútum fyrir hálfleik. Pulisic skoraði þá af harðfylgi en lenti í samstuði við Alreza Beiranvand, markvörð Írans. Hann fór af velli í hálfleik.
Fjölmargir þekktir einstaklingar hrósuðu Pulisic á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra var JJ Watt, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni. Honum þótti mikið til fórnfýsi Pulisic koma.
„Að fórna djásnunum fyrir risastórt mark á HM. Það er fórnfýsi. Við þökkum þér,“ skrifaði Watt á Twitter.
Sacrificing the crown jewels for a massive goal in the World Cup that s dedication @cpulisic_10
— JJ Watt (@JJWatt) November 29, 2022
We salute you.
#USAvsIran
Pulisic þurfti að fara á sjúkrahús vegna meiðslanna sem hann varð fyrir eftir samstuðið við Beiranvand. Hann setti samt inn færslu af sjúkrabeði þar sem hann sagði að hann yrði klár í leikinn gegn Hollandi í sextán liða úrslitum HM.
Christian Pulisic from the hospital after suffering an abdominal injury against Iran
— ESPN (@espn) November 29, 2022
(via @AreaSportsNet, @Adimitri24) pic.twitter.com/zUM0Ewhbxw
Bandaríkin fengu fimm stig í B-riðli og lentu í 2. sæti hans. Þeir gerðu jafntefli við Wales og England en unnu Íran.