Loftslagskvabbið Jónas Elíasson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar