Rétturinn til að gleymast ekki algildur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að á hverju ári leiti nokkrir einstaklingar til Persónuverndar vegna synjunar frá Google LLC. Vísir/Egill Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google. Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“ Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“
Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08
Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53