Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 13:30 Christian Eriksen sést hér niðurbrotinn í leikslok í gær. AP/Aijaz Rahi Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira