Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 14:01 Antoine Griezmann hélt að hann hefði tryggt Frökkum jafntefli gegn Túnis en svo tók við óvenjuleg atburðarás sem sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi misstu af. Getty/Alex Caparros Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1. Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna. HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira
Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna.
HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira