Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 14:34 Rúrik Gíslason var sigur úr býtum í dansþættinum Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021. Vísir/Baldur Hrafnkell Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi. Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi.
Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06