Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:58 Varðskipið Þór stýrir leit að sjómanninum utan við Garðskaga í dag. Vísir/Vilhelm Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16