Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:58 Varðskipið Þór stýrir leit að sjómanninum utan við Garðskaga í dag. Vísir/Vilhelm Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðastjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, segir að flotinn sem leitar að sjómanninum sé blanda af fiskiskipum og björgunarbátum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestan við Garðskaga. „Enn sem komið er er þetta fjöldinn sem mun taka þátt í leitinni. Við vitum ekki hvort það mun bætast við en þetta er það sem við höfum núna yfir að ráða,“ sagði hann í samtali við Vísi þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í ellefu í morgun. Til stóð að senda þyrlu Gæslunnar til leitarinnar en verið er að meta aðstæður með tilliti til veður- og skýjafars og skyggnis. „Það er kominn útsynningur í þetta og við erum að skoða aðstæður. Það stóð ekki til að kalla hana út strax, við ætluðum að fá betri birtu áður en hún yrði kölluð til. Við erum aðeins að vega það og meta. Það er inni í myndinni að senda þyrlu,“ sagði Guðmundur. Tilkynnt var um að maðurinn hefði farið útbyrðis um klukkan fimm síðdegis í gær. Fimmtán skip og bátar og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að sjómanninum fram á nótt. Leitinni var hætt eftir miðnætti en varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í alla nótt. Uppfært 11:42 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitar nú úr lofti samkvæmt tilkynningu sem Gæslan sendi frá sér rétt í þessu. Sæmilegar aðstæður eru sagðar til leitar þar sem skyggni er takmarkað. Gert er ráð fyrir að leitað verði á meðan aðstæður.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Tengdar fréttir Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. 4. desember 2022 07:16