Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2022 19:21 Hér sést nýr 300 metra langur hafnarkantur í framhaldi af gamla hafnarkantinum sem er gulmálaður. Bærinn hefur beðið eftir dæluskipi Björgunar í um hálft ár. Stöð 2/Ívar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Tekjur Ísafjarðarbæjar af skemmtiferðaskipum hafa aukist mikið á undanförnum árum, að undanskyldum covid árunum að sjálfsögðu. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun Sundahafnar til að hægt verði að taka á móti fleiri og stærri skemmiferða- og flutningaskipum í einu. Búið væri að reka niður stálþil til að lengja hafnarkantinn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar „Þetta er nýr kantur upp á 300 metra þannig að við getum tekið á móti stærri skipum. Sem mun náttúrlega skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er tekjuverkefni sem skiptir máli fyrir höfnina og fyrir samfélagið allt,“ segir Arna Lára. Bærinn er með samning við Björgun og samkvæmt honum átti nýtt dæluskip félagsins að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Hluti efnisins átti að fara í gerð hafnarkants í pollinn fyrir innan stálþilið. „Þannig að þau getið komið hingað sem rista dýpra, að við getum tekið stærri skip að landi og þau þurfi ekki að vera hér í minni fjarðarins og koma inn með fólk á smábátum. Geti komið inn og lagst að bryggju. Þar fáum við náttúrlega mestu tekjurnar.“ Einmitt, greitt hafnargjöld? „Já, nákvæmlega,“ segir bæjarstjórinn. Íbúatalan í Ísafjarðarbæ margfaldast suma daga sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Tekjurnar af skipunum og farþegum þeirra skipta bæjarfélagið miklu máli.Vísir/Vilhelm Tekjurnar af skemmtiferðaskipunum skipti bæjarfélagið miklu máli. Þær hafi verið um 200 milljónir á þessu ári en gætu skilað ríflega 300 milljónum á því næsta. „Það skilar sér auðvitað út í allt samfélagið. Það eru líka fyrirtæki hér í bænum sem njóta góðs af þessum skipum og farþegum þeirra,“ segir Arna Lára. Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Hafnargerðinni verði að ljúka vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. „Við gerum ráð fyrir þessum tekjum næsta sumar. Þannig að við verðum að láta dýpka.“ Hvaða svör eruð þið að fá frá Björgun? „Ég held að það sé nú Vegagerðin sem stýrir þessu. Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára Jónsdóttir. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Tekjur Ísafjarðarbæjar af skemmtiferðaskipum hafa aukist mikið á undanförnum árum, að undanskyldum covid árunum að sjálfsögðu. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun Sundahafnar til að hægt verði að taka á móti fleiri og stærri skemmiferða- og flutningaskipum í einu. Búið væri að reka niður stálþil til að lengja hafnarkantinn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar „Þetta er nýr kantur upp á 300 metra þannig að við getum tekið á móti stærri skipum. Sem mun náttúrlega skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er tekjuverkefni sem skiptir máli fyrir höfnina og fyrir samfélagið allt,“ segir Arna Lára. Bærinn er með samning við Björgun og samkvæmt honum átti nýtt dæluskip félagsins að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Hluti efnisins átti að fara í gerð hafnarkants í pollinn fyrir innan stálþilið. „Þannig að þau getið komið hingað sem rista dýpra, að við getum tekið stærri skip að landi og þau þurfi ekki að vera hér í minni fjarðarins og koma inn með fólk á smábátum. Geti komið inn og lagst að bryggju. Þar fáum við náttúrlega mestu tekjurnar.“ Einmitt, greitt hafnargjöld? „Já, nákvæmlega,“ segir bæjarstjórinn. Íbúatalan í Ísafjarðarbæ margfaldast suma daga sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Tekjurnar af skipunum og farþegum þeirra skipta bæjarfélagið miklu máli.Vísir/Vilhelm Tekjurnar af skemmtiferðaskipunum skipti bæjarfélagið miklu máli. Þær hafi verið um 200 milljónir á þessu ári en gætu skilað ríflega 300 milljónum á því næsta. „Það skilar sér auðvitað út í allt samfélagið. Það eru líka fyrirtæki hér í bænum sem njóta góðs af þessum skipum og farþegum þeirra,“ segir Arna Lára. Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Hafnargerðinni verði að ljúka vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. „Við gerum ráð fyrir þessum tekjum næsta sumar. Þannig að við verðum að láta dýpka.“ Hvaða svör eruð þið að fá frá Björgun? „Ég held að það sé nú Vegagerðin sem stýrir þessu. Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára Jónsdóttir.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01