Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 12:57 Fyrrverandi starfsmenn Sigluness raða sér upp á meðan borgarstjóri ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun. Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“ Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“
Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira