„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:11 Þau Hildur og Dagur tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00