Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:02 Oddný G. Harðardóttir varformaður velferðarnefndar Alþingis segir stöðu Sjúkratrygginga Íslands grafalvarlega og dæmi um vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Egill Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12