Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 07:24 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, var ánægður á kjörstað í gær og eftir talningu atkvæða. Javnaðarflokkurin Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra. Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra.
Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn)
Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49