Framsækni eða fælni Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 9. desember 2022 14:30 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn máttu ekki til þess hugsa að samþykkja eina einustu þeirra, jafnvel þótt margar þessar tillögur væru orðrétt úr þeirri eigin munni; úr meirihlutasáttmála þessara flokka, sem þeir kynntu í vor! En af því að Samfylkingin lagði þetta til, þá var ekki hægt að samþykkja neitt - ekki eina tillögu! Jafnaðarmenn lögðu til að samþætta heimilishjálp og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Það felldu sjálfstæðismenn og framsókn. Jafnarfólk lagði til að þrýsta á ríkisvaldið um byggingu nýrrar heilsugæslu. Og byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi fyrir eldri borgara sem þurfa umönnum. Mál sem hafa verið á dagskrá árum saman, en ekkert miðar. Báðum þessum brýnu ogmikilvægu málum var hafnað. Fella eigin tillögur Hér skulu nefnd nokkur dæmi um mál sem meirihlutinn hafnaði á bæjarstjórnarfundinum:Það má ekki fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði, þrátt fyrir gríðarlega langan biðlista og brýna þörf. Það er ekki á dagskrá að bjóða íslenskukennslu á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúa bæjarins, sem eru af erlendu bergi brotnir. Það má ekki tryggja húsnæði fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar. Það á ekki að leysa húsnæðisvanda Brettafélagsins. Né Dansíþróttafélagsins. Það má ekki hækka frístundastyrk til barna og ungmenna. Því er hafnað að bjóða upp á frítt í strætó fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára. Það var fellt að styrkja starfsemi Markaðsskrifstofu Hafnarfjarða. Það skal ekki gera betur í að lagfæra grunn- og leikskólalóðir. Því er neitað að gera átak í aðgengismálum fyrir fatlað fólk og auka umferðaröryggi við gangbrautir bæjarins. Og alls ekki skal farið í viðræður við ófaglært starfsfólk leikskólanna um kjarajöfnun gagnvart öðrum sveitarfélögum. Og þessar tillögur og fleiri voru ekki kostnaðarsamar, enda var gert ráð fyrir tekjum á móti í fjórum sjálfstæðum tekjutillögum jafnaðarmanna - sem voru auðvitað líka felldar. Raunar voru tekjutillögur jafnaðarmanna langt umfram kostnað við úrbæturnar. Ótti eða kjarkur Þessi gamaldags póltík valdhafa í meirihluta Hafnarfjarðar eru lýsandi dæmi um pólitískt kjörna valdhafa, sem eru hræddir og óvissir um stöðu sína. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef það kemur frá fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands, þá skal andæfa og hafna. Það er sumpart skiljanlegt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu óöruggir og óvissir og viti ekki gjörla hvað skal til bragðs taka. Þeir sjá það og skilja að eftir meira en 8 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins - lengst af í samstarfi við Framsóknarflokkinn, þá hefur þjónustu bæjarins hrakað - um leið og fjárhagsstaða bæjarins er afar viðkvæm. Þar má ekkert út af bregða. Rekstrarhalli er viðvarandi, enda þótt skuldir aukist ár frá ári. Og jafnvel líka þótt fasteignaskattar séu hækkað um tugi prósenta. Jafnaðarmenn vilja sjá sterkan Hafnarfjörð þar sem bjartsýni, velferð og velsæld ríkir meðal bæjarbúa. Þar sem allir eiga kost á öflugri grunnþjónustu óháð efnahag og framsækið atvinnulíf er ríkjandi. Það vantar mikið upp á að þessi grunngildi séu í heiðri höfð. Þetta er spurning um stjórnarhætti sem einkennast af framsækni eða fælni og ótta við núið og framtíðina. Það þarf einfaldlega jafnaðarmenn til forystu í Firðinum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun