„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 11. desember 2022 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. „Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum. UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Við vildum leggja áherslu á varnarleikinn og ekki gefa þeim mikið af stigum eftir hraðaupphlaup. Það voru nokkrir óþarfa tapaðir boltar þar sem búum til galopið „layup“ fyrir þær. Á svona hálfum velli gerðum við rosalega vel. Keflvíkingar gerðu líka vel í að aðlagast og breyta því hvaða leikmenn fóru í hvaða „action“. Það gekk vel fyrir þær svo aðlöguðustum við og þetta var svolítil skák fram og til baka en heilt yfir bara tvö frábær körfuboltalið og ótrúlega svekkjandi að þurfa að labba hérna út ekki með sigur.“ Rúnar sagði að meiðsli Raquel Laneiro hefðu sett leikáætlun Njarðvíkinga í uppnám. „Hún er okkar leikstjórnandi og stór hluti af okkar sóknarleik. Hún er mjög góður varnarmaður líka en áhrifin voru aðallega sóknarlega. Að þurfa að fara í tvær framlengingar með Collier í leikstjórnanda á löngum köflum og nánast allan leikinn. Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera. Hún er inni í teig að taka fráköst. Hún er að dekka besta manninn í hinu liðinu og að þurfa að eyða allri þessari orku í að búa til það er eiginlega „Mission Impossible“. Auðvitað vorum við að reyna að hjálpa henni og aðrir leikmenn gerðu vel í að koma aðeins upp með boltann en að því sögðu fannst mér við leysa það ótrúlega vel að leikstjórnandann okkar vantaði.“ Rúnari fannst sóknaraðgerðir Njarðvíkinga, í framlengingunum, einkennast á köflum af full einföldum nálgunum. „Samt sem áður fannst mér við búa til fullt af galopnum skotum. Við vorum að komast í góðar stöður inn á teiginn og fá opin skot á köntunum en þetta datt ekki alveg nógu mikið. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta þannig og við höldum bara brattar áfram.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvað hægt væri að gera til að vinna liðin þrjú sem eru fyrir ofan Njarðvíkinga í Subway deildinni, Val, Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur ekki náð að vinna leik gegn þessum liðum það sem af er þessari leiktíð í deild eða bikar. „Við þurfum bara að fínstilla ákveðin atriði hjá okkur. Við áttum fínan leik á móti Val heima. Við áttum frábæran fyrri hálfleik á móti Haukum úti. Keflavíkurleikirnir hafa verið erfiðustu leikirnir heilt yfir. Við vinnum Hauka í meistarar meistaranna fyrir mót. Þetta eru einhverjar tvær sóknir og tvær varnir hér og þar og ég er bara ekkert að stressa mig á því núna fyrir jól. Auðvitað var þessi leikur í bikar öðruvísi en í deildarkeppninni ætla ég ekkert að vera of mikið að stressa mig. Við erum að finna lausnir. Við erum að lenda á vandamálum og þá lögum við þau og mætum í næsta leik. Þetta er langt tímabil. Það eru tvær umferðir í deildinni fyrir áramót og svo kemur úrslitakeppnin. Þar skiptir þetta allt máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga að lokum.
UMF Njarðvík Körfubolti VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 103-97 | Keflavík í undanúrslit eftir tvíframlengdan leik Keflavík, efsta lið Subway-deildar kvenna, er á leið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir sex stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Njarðvíkur í tvíframlengdum háspennuleik, 103-97. 11. desember 2022 19:41