„Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 19:32 Frændurnir Gunnar Hnefill Örlygsson og Gunnar Gunnarsson. Aðsend „Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað.“ Svona hefst greinin Tíminn og hafið eftir Gunnar Hnefil Örlygsson. Tíu ár eru síðan Gunnar Gunnarsson, nafni hans og frændi, lést eftir að hafa fallið fyrir borð af togaranum Múlabergi. Gunnar Hnefill segir í samtali við fréttastofu að tímasetningin hafi verið táknræn. Nú, í aðdraganda jólanna, sé mikilvægt að muna að tími með vinum og fjölskyldu geti verið meira virði en dýrustu gjafir: „Maður veit aldrei hvenær maður á síðustu stundir með einhverjum sem manni þykir vænt um.“ „Frændi sem hvergi fann stígvélin sín“ Hann segir að greinarskrifin feli í sér ákveðið uppgjör; sorg, sem hann gat kannski ekki komið frá sér þegar hann var yngri, en á sama tíma að fá fólk til að staldra við. Frændi hans hafi reynst honum honum gríðarlega vel og hann segist þakklátur fyrir allan þann tíma og athygli sem hann hafi gefið honum. Börn geymi minningarnar hjá sér um ókomna tíð. Í greininni rifjar hann upp sögu, söguna af því þegar hann faldi gúmmístígvél frænda síns, því hann vildi ekki að hann færi aftur út á sjó. Það gæti einfaldlega ekki verið að hann færi án stígvélanna. „Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð.“ „Notum augnablikið“ Hann segir mikilvægt að gleyma því ekki að samverustund með fjölskyldu og vinum geti verið dýrmæt. Enginn viti hvenær leiðir skilja. „Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt.“ Börn og uppeldi Jól Tengdar fréttir Tíminn og hafið Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. 12. desember 2022 16:31 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Svona hefst greinin Tíminn og hafið eftir Gunnar Hnefil Örlygsson. Tíu ár eru síðan Gunnar Gunnarsson, nafni hans og frændi, lést eftir að hafa fallið fyrir borð af togaranum Múlabergi. Gunnar Hnefill segir í samtali við fréttastofu að tímasetningin hafi verið táknræn. Nú, í aðdraganda jólanna, sé mikilvægt að muna að tími með vinum og fjölskyldu geti verið meira virði en dýrustu gjafir: „Maður veit aldrei hvenær maður á síðustu stundir með einhverjum sem manni þykir vænt um.“ „Frændi sem hvergi fann stígvélin sín“ Hann segir að greinarskrifin feli í sér ákveðið uppgjör; sorg, sem hann gat kannski ekki komið frá sér þegar hann var yngri, en á sama tíma að fá fólk til að staldra við. Frændi hans hafi reynst honum honum gríðarlega vel og hann segist þakklátur fyrir allan þann tíma og athygli sem hann hafi gefið honum. Börn geymi minningarnar hjá sér um ókomna tíð. Í greininni rifjar hann upp sögu, söguna af því þegar hann faldi gúmmístígvél frænda síns, því hann vildi ekki að hann færi aftur út á sjó. Það gæti einfaldlega ekki verið að hann færi án stígvélanna. „Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð.“ „Notum augnablikið“ Hann segir mikilvægt að gleyma því ekki að samverustund með fjölskyldu og vinum geti verið dýrmæt. Enginn viti hvenær leiðir skilja. „Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt.“
Börn og uppeldi Jól Tengdar fréttir Tíminn og hafið Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. 12. desember 2022 16:31 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Tíminn og hafið Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. 12. desember 2022 16:31