„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Atli Arason skrifar 12. desember 2022 22:15 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. „Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
„Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00