Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. desember 2022 11:04 Skólameistari tók vel á móti systrunum sem bíða með eftirvæntingu eftir að hitta skólafélaga eftir prófin. sigurjón ólason Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“ Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“
Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06