Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 09:00 Kahn vill losa um skömmina sem fylgir þunglyndi og opna umræðuna. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð. Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar. Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sjá meira
Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar.
Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sjá meira