Rúnar blæs á sögusagnirnar: „Það hefur enginn haft samband“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 17:33 Rúnar Kárason segist ekki kannast við það að vera að fara í lið á höfuðborgarsvæðinu að tímabili loknu. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla, segist ekki kannast við það að lið á höfuðborgarsvæðinu hafi haft samband við hann undanfarna daga. Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Í seinasta þætti af hlaðvarpi Handkastsins sagðist Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, hafa heimildir fyrir því að Rúnar myndi að öllum líkindum yfirgefa ÍBV eftir tímabilið og næsti áfangastaður hans gæti verið Seltjarnarnesið. Arnar sagðist einnig hafa fengið orð af því að Valsmenn vildu fá Rúnar í sínar raðir þar sem liðið býst við því að missa Arnór Snær Óskarsson út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu, en að Íslandsmeistararnir hafi ekki enn haft samband við stórskyttuna. Samkvæmt heimildarmönnum Arnars höfðu tvö lið haft samband við Rúnar, Grótta og annað ónefnt lið sem Arnar giskaði á að væri Stjarnan. Rúnar birti þó færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann blæs á þessar sögusagnir. Rúnar fer ekki mörgum orðum um ummælin og segir einfaldlega: „Það hefur enginn haft samband.“ Það hefur enginn haft samband— Rúnar Kárason (@runarkarason) December 13, 2022 Í stuttu spjalli við blaðamann Vísis í dag staðfesti Rúnar að þarna væri hann vissulega að vísa í ummæli Arnars í Handkastinu. Aðspurður að því hvort hann væri á förum frá ÍBV sagðist hann ekki ætla tjá sig neitt um það á þessum tímapunkti. Hann ítrekaði þó að hann hafi ekki átt neitt samtal við annað lið en ÍBV, enda sé hann samningsbundinn Eyjaliðinu og önnur lið megi því einfaldlega ekki ræða við hann. „Nei það hafa engin lið haft samband við mig,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Enda mega þau ekkert hafa samband núna. Það er ekki fyrr en eftir áramót sem það væri hægt.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira