Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 18:04 Patriot loftvarnarkerfið er í notkun víða um heim og er sagt sérstaklega gott í að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Raytheon Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið um þetta kerfi vegna ítrekaðra árása Rússa á orkuver og dreifikerfi ríkisins, auk annarra skotmarka. Betri loftvarnir hafa verið í forgangi bakhjarla Úkraínu en Patriot-kerfi myndi marka mikla getuaukningu fyrir Úkraínumenn. Samkvæmt heimildum CNN gæti undirbúningi fyrir afhendingu loftvarnarkerfisins lokið í vikunni. Í kjölfar þess þyrftu Biden og Lloyd Austrin, varnarmálaráðherra, veita sendingunni blessun sína. Þá þarf að þjálfa úkraínska hermenn í notkun kerfisins. Öfugt við önnur skammdrægari loftvarnarkerfi þarf umtalsverðan fjölda manna til að starfrækja Patriot-loftvarnarkerfið. Við hefðbundnar aðstæður tæki það minnst nokkra mánuði að þjálfa þá tugi hermanna sem þarf. Þjálfunin mun fara fram í Þýskalandi. Ekki vitað hve mörg kerfi verða send Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvort til standi að senda fleiri en eitt kerfi til Úkraínu. Eitt slíkt inniheldur ratsjá sem greinir skotmörk á lofti og fylgir þeim eftir. Þessi ratsjá kallast „Phased array tracking radar to intercept on target“ eða PATRIOT. Kerfinu fylgir einnig ljósavél, umfangsmikill tölvubúnaður, stjórnstöð og allt að átta skotpallar með fjórum flugskeytum. Patriot-kerfið er víðast hvar talið heimsins besta loftvarnarkerfið þegar kemur að því að verjast langdrægum eldflaugum, stýriflaugum og jafnvel flugvélum. Það er vegna þess að kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Bandaríkjamenn hafa sent nokkur kerfi til ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og ráðamenn þessara ríkja, eins og Póllands, hafa sent eldri loftvarnarkerfi sín til Úkraínu. Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Áhugasamir geta kynnt sér Patriot-kerfið betur hér á vef Raytheon og í myndböndunum hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður NATO Tengdar fréttir Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04 Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Zelensky kallaði eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu Á ráðstefnu í París sem haldin var í dag til stuðnings úkraínsku þjóðinni óskaði forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky eftir 840 milljónum Bandaríkjadala eða 121,1 milljarði íslenskra króna í fjárhagslegan stuðning fyrir úkraínsku þjóðina. 13. desember 2022 16:04
Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. 12. desember 2022 21:02
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07