Vanskil heimila og fyrirtækja lægri en fyrir faraldurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:20 Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. vísir/vilhelm Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru nú lægri en fyrir heimsfaraldurinn. Þá er atvinnuleysi lítið í kjölfar kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira