Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 11:41 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“ Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“
Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent