Afhendingaröryggi heits vatns Ó. Ingi Tómasson skrifar 14. desember 2022 14:00 Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veður Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Einnig má geta þess að afhendingaröryggi heits vatns getur rofnað af öðrum orsökum t.d. vegna náttúruhamfara en stutt er síðan umræða um slíkt var vegna eldgoss á Reykjanesskaga. Krýsuvík Í febrúar 2021 skrifaði ég grein í Fréttablaðið „Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti“ Í þessu samhengi þurfum við að líta til fleiri staða en nú er til öflunar á heitu vatni, nærtækast er að horfa til háhitasvæðisins í Krýsuvík. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 27. sept. sl. viljayfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku „Um samstarf um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík“ sem m.a. fellst í að vinna áfram að hugmyndum um nýtingu auðlinda á svæðinu, öflunar jarðhita og ferskvatns. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir í morgun (14.12.) þar sem var m.a. bókað: „Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið“. Læt ég lokaorð greinar minnar frá því febrúar 2021 verða lokaorðin hér: „heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því sem á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna“. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar