Hafa ekki í nein hús að venda eftir að íbúðin skemmdist í gríðarlegum leka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 19:45 Ewa og Lukasz leita nú að húsnæði eftir vatnslekann. sigurjón ólason Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins. Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Lukasz og Ewa, íbúar að Marbakkabraut í Kópavogi vöknuðu upp klukkan fimm í nótt við mikil vatnshljóð. Þegar þau stigu fram úr rúminu var íbúðin öll á floti. Sökudólgurinn var lögn á landi bæjarins sem farið hafði í sundur á þrjátíu metra kafla á Kársnesbraut, götu sem liggur fyrir ofan heimili þeirra. Ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir að ekki sé vitað hvers vegna lögnin hafi gefið sig.sigurjón ólason „Þegar við vöknuðum var vatn alls staðar. Við vorum að reyna að bjarga eigum okkar,“ segir Lukasz Frydrychewicz. Þau segja að dæluþjónusta hafi komið snögglega ásamt eiganda íbúðarinnar og strax hafist handa við að dæla vatni. „Við töldum hættu á ferðum vegna rafmagns. Raftenglarnir okkar eru lágt á veggjunum. Við erum hrædd um að þetta geti verið vandasamt, rafmagn og vatn,“ sagði Ewa Agnieszka Jaszczuk. Mikið tjón varð í íbúðinni eins og sést og segja þau nær allt innbúið ónýtt. Þau hafa ekki í nein hús að venda, hafa lítið bakland hér á landi og vita ekki hvar þau verja nóttinni eða næstu dögum. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá forsvarsmönnum Kópavogsbæjar í dag sem að þeirra sögn sögðust ekkert geta gert fyrir þau. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyri þeim.“ Dælt hefur verið úr íbúðinni í allan dag.sigurjón óla Bærinn hafi bent þeim á að leigja hótelherbergi en það sé dýrt. Ewa og Lukasz eru með innbústryggingu hjá Verði en segja félagið benda á Kópavogsbæ og Kópavogsbæ benda á tryggingafélagið. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Kópavogsbæ og Verði. Í skriflegri tilkynningu frá bænum kemur fram að öllum sem snúi sér til þeirra vegna málsins sé leiðbeint um möguleg úrræði sveitarfélagsins. Þá hvetji VÍS, tryggingafélag bæjarins, þá sem hafa orðið fyrir tjóni að tilkynna það til félagsins.
Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira